Bændasamtök Íslands og VOR - Verndun Og Ræktun - félag framleiðanda í lífrænum búskap halda málþing um stöðu og horfur í lífrænum búskap í samræmi við ályktun Búnaðarþings 2014, miðvikudaginn 19. nóvember næstkomandi í Heklusal Radisson Blu Hótel Saga, 2. hæð, kl. 13:00 - 17:00.

Dagskrá:

13:00 Stjórnsýslan; lög og reglur um lífræna landbúnaðarframleiðslu, þar með um vottunarkerfið. Samskiptin við ESB. Stefna og viðhorf íslenskra stjórnvalda til aðlögunarstuðnings o.fl. til eflingar lífræns búskapar: Halldór Runólfsson,Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu

13.25 Þróun lífræns landbúnaðar í ESB,drög að nýrri reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu og svigrúm til sveigjanleika í framleiðslureglum vegna svæðabreytileika í Evrópu: Serge Massart, Policy Officer, Organic Farming International, DG Agri, EU, Brussels

14:00 Þáttur lífræns búskapar í íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Samkeppnisstaða á búvörumarkaði, m.a. gagnvart innflutningi. Staða og horfur: Erna Bjarnadóttir,Bændasamtökum Íslands

14:20 Hvers vegna velja íslenskir neytendur lífrænt vottaðar afurðir? Tengslin við Slow Food. Vaxandi markaður,þróunin í vinnslu- og markaðsmálum hér á landi: Eygló Björk Ólafsdóttir,Vallanesi (Móðir Jörð ehf ), VOR - verndun og ræktun

14:40 Nýbreytni í garðyrkju- og ylræktarkennslu í þágu lífrænnar framleiðslu hér á landi: Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum í Ölfusi

15:00 Kaffihlé

15:30 Sóknarfæri í lífrænum búskap. Séð og heyrt í Danmörku á liðnu vori. Framtíðarsýn: Einar Freyr Elínarson, Sólheimahjáleigu, Samtökum ungra bænda

15:50 Starfsumhverfi bænda í lífrænum búskap hér á landi og tengsl þeirra við neytendur. Endurreisn Fagráðs í lífrænum búskap og staða lífrænna bænda (VOR) innan Bændasamtaka Íslands: Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti, VOR - Verndun og ræktun

16:10 - 17.00 Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Sigurgeir Þorgeirsson,Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu

Málþingið er öllum opið.


Birt:
Nov. 8, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænn búskapur á Íslandi – staða og horfur“, Náttúran.is: Nov. 8, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/08/lifraenn-buskapur-islandi-stada-og-horfur/ [Skoðað:Feb. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 13, 2014

Messages: