Ferðamenn við Gullfoss sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undafarna daga hefur ferðaþjónusta og landnýting verið áberandi í umræðunni. Enda hefur ferðaþjónusta farið fram úr öðrum atvinnugreinum hvað varðar öflun gjaldeyristekna. Fjöldi ferðamanna hefur aldrei veri meiri og allt bendir til þess að fjölgunin haldi áfram um hríð. Þessi fjölgun hefur verið fyrirsjáanleg undanfarna áratugi og ekki alveg að óvörum þvi miljörðum hefur verið varið til markaðssetningar á landinu og það kynnt með fjölbreyttri náttúru sem tæta má í á torfærutækjum og spilltum stúlkum sem kosta lítið. Höfðað til neyslu og nautna. Þó lýsa flestir ferðamenn því að þeir komi hingað til að njóta náttúrunnar og þá óspilltrar. 

Uppblásnar væntingar - vonbrigði

Óspillt helst viðkvæm náttúran ekki lengi ef níðst er á henni og sama á við um fólkið hvort heldur það eru lífsglaðar stúlkur eða aðrir. Norðuljósin eru seld með svipuðum hætti, mydir teknar á tíma með vönduðum myndvélum, unnar í myndvinnslu, birta ímynd sem enginn mun geta séð með eigin augum. 

Það má vera ljóst að þegar fólki eru seldar uppblásnar væntingar fylgja vonrigðin ókeypis með. Það má líka vera ljóst að vonbrigði ferðamanna verða aldrei góður grunnur uppbyggingar ferðaþjónustu til lengri tíma. Þannig verður ferðamannaævintýrið bara annað síldarævintýri og tóm, hálfkláruð hótel mundu standa sem minnisvarðar offar og græðgi.

Ábygrðarlaus markaðsstjórnun

Þessi markaðssetingn er ein birtingarmynd eins helsta vanda hins efnaða hluta mannkyns. Allt er blásið upp, fegrað með fölsun og sett í óraunverulegt samhengi til þess eins að fá neytendur til að kaupa vöru og þjónustu frá einum aðila frekar en öðrum. Þessi aðferð er réttlætt með kenningum um heibrigða samkeppni á öllum sviðum og greinilega með öllum ráðum. Þessi hugmyndafræði er vel þekkt í þeim staðalmyndum sem markaðsheimurinn hefur byggt upp af konum. Og nú er sama uppi á teningnum í markaðsetningu landa í ferðamennsku. Ísland engin undantekning og svo sannarlega ekki barnanna best.

Árangur

Ferðamaður leitar aura til að greiða fyrir salernisaðstöðu við Hraunfossa, sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stjórvöld veita verulegu fé í þessa markaðssetningu enda er auðvelt að mæla árangur og sýna fram á tekjur sem skila sér í beinu framhaldi. Seld flugsæti, gistinætur, kredirkortanotkun og önnur neysla er mælanleg. Og nú hefur ferðaþjónusta náð því að verða sú atvinnugrein sem skilar mestum gjaldeyristekjum. Veltan er gríðarleg. Margir í veislunni og mikið fjör en enn hefur ekki verið rætt hver tekur reikninginn í lokin. Ríki og sveitarfélög hafa brugðist við með aðgerðum svo sem stígagerð þar sem of mikill fjöldi ferðamanna miðað við aðstæður hafa troðið út drullusvað og annað ekki boðlegt en breðgast við. Salernisaðstaðu hróflað upp á allra verstu stöðunum. En enn er fé til uppbyggingar innviða af skornum skammti. Enginn vill borga.

Annað ófyrirséð

Uppbygging innviða er verkefni sem hægt er að hanna og reikna út hvað kostar og með samningum má komast að niðurstöðu um hver ber þann kostnað. En á meðan skipulag, innviðir og stýring álags er ekki fyrir hendi bíða fjölmargir viðkæmir staðir tjón og liggja undir skemmdum. Rof í gróðuþekju eða yfirborði verða farvegir vatns sem rýfur enn dýpri sár sem opna fyrir uppblástur og valda óafturkræfum breytingum. Sumstaðar alger eyðing á fegurð staðarins. Þennan kostnaðarlið vill enginn sjá og hvað þá taka á sig.

Fjárvana hreyfingar

Fræðsluskilti Landverndar og fleiri samtaka í Kerlingarfjöllum sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Aðilar sem vekja athygli á þessari hlið eru helst félög á sviði umhverfisverndar sem byggð eru upp af áhugafólki sem ver frítíma sínum í umhverfisbaráttu en umhverfissamtök á Íslandi hafa í raun aðeins tvo einstaklinga í fullu starfi við umhverfisvernd. Aðrir starfsmenn samtaka eru í verkefnum á sviði fræðslu með sérstaka tekjustofna og þannig ekki í beinni umhverfisbáráttu. Þessir tveir einstaklingar, með fulltyngi fólks sem stundum getur varið tíma utan vinnu sinnar til aðstoðar þurfa að sinna umsögnum um skipulagsmál, lagasetningu, kærum og kynningu málefna. 

Fjársterkir framkvæmdaaðilar

Framkvæmdaaðilar vegagerðar, virkjana, línulagna og í ferðaþjónustu hafa hundruðir á launum og ríkulegt fé til að ráða markaðsfólk til að kynna og selja almenningi, kjósendum og neytendum, einhæfa mynd, oft vísvitandi ranga og falska, sem þjónar hagsmunum þeirra. 

Ríkisvaldið beitir meira að segja ofbeldi og fer á skjön við íslensk og fjölþjóðleg lög sem hér eiga að gilda til að þjóna hag framkvæmdaaðila.

Staðlaus stefnumótun

Skilti „Lokað vegna gróðurverndar“ við Hraunfossa, sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Það sem gerir stöðu umvherfissamtaka og þeirra sem vilja byggja upp þjónustu í ferðaþjónstu verri er ómarkviss stefnumótun. Vissulega eru settir á fót starfshópar og jafnvel stofnanir sem eiga að vinna að stefnumótun og vissulega koma endrum og sinnum fallegir textar og fögur fyrirheit. En eftirfylgni skortir. Ábygrðin er óskýr og fjárveitingar rýrar ef einhverjar. Skilningur og áherslur stjórnvalda kúvenda við stjórnarskipti. Áherslum og áætlunum er kastað, fjármagni veitt í áhugamál og lögum frestað, þau brotin eða umturnað. 

Það er augljóslega ómögulegt að byggja upp stjórnsýslu og þess þá heldur þjónustu við þessar kringumstæður sem minna helst á íslenskt veðurfar.

Gullgrafarar

Þessar aðstæður stefnuleysis, skorts á lögum og reglum eru aftur á móti kjörlendi gullgrafara og tækifærissinna sem geta féflett ferðamenn án nokkurar ábyrgðar á umhverfi og stundum án ábyrgðar gagnvart starfsfólki, tryggingum og opinberum gjöldum. 

Aðilar í þessum flokki valda tjóni með ýmsum hætti. Nátturuspjöllum, vonsviknum eða algerlega sviknum viðskiptavinum auk þess að miðla ranghugmyndum um hvað má og hver ber ábyrgð.

Stofnanangjáin 

Utanvegaakstur í Kerlingarfjöllum, sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Starfsfólk sjtórnsýslu og stofnana er almennt meðvitað um þessi vandamál. En sakir ómarkvissrar og óskýrrar strenumótunar til viðbótar við sífelldan niðurskurð fjráveitinga með tilheyrandi undirmönnun reyna stofnanir að vísa ábyrgð á verkefnum, sem lenda á óskýru ábyrgðarsviði, hver á aðra svo verkefni týnast djúpt í skúffum eða hreinlega í ruslinu. Það er ekki áhugaleysi þeirra sem þar starfa um að kenna. Starfsfólk hefur yfirleitt þegar of mikið á sinni könnnu og það er lítt hvetjandi að verja eigin tíma í gerð áætlana eða aðra vinnu sem sennilegst hverfur í skúffur á öðrum stöðum eða verða marklausar næst þegar löggjafinn eða ríkisstjórn breytir um stefnu.

Hentistefna stjórnvalda

Hentistefna stjórnvalda skapar ófrjóan jarðveg fyrir markvisst skipulag sem þarf að geta horft langt til framtíðar og hafa fjárhagslega burði og byggja á faglegri þekkingu byggðri á samvinnu allra aðila sem málefnið varðar. Sú staðreynd að málefni ferðaþjónustu liggja vítt og breytt um ráðuneyti og stofnanir skapar vissulega vanda. Enginn hefur faglega yfirsýn um allar hliðar málsins og enginn hefur stöðu til að leiða saman hagsmunaaðila og faghópa til árangursríkrar samvinnu um skýra stefnu.

Snjóhengjan

Hættan sem við blasir er sú að farið verði offari. Fyrirhyggjuleysið, smákóngaveldið og sérhyglin, landsins forni vandi, ráði för með, því miður, fyrirsjánalegum afleiðingum.

Að enginn hafi kjark til að hlífa viðkvæmum stöðum með friðun. Hvort heldur algerri eða með fjöldastýringu. 

Að þegar fram í sækir verði náttúruperlur landsins úttroðnar og ónýtar til ófyrirsjáanlegrar framtíðar.

Og þá sitjum við eftir með skaðann, særða náttúru og særða samvisku.

 

Birt:
6. nóvember 2014
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Landsins forni vandi“, Náttúran.is: 6. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/06/landsins-forni-vandi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: