Aðgerðum ríkisstjórnarinnar mótmælt á Austurvelli
Áhöld eru um fjölda fólks sem mætti á Austurvöll í gær. Lögreglan telur að rúmlega 4 þúsund hafi mætt en aðrir nefna 6-7 þúsund manns.
Hvort heldur er rétt þá var vel mætt og greinilegt að mikil óánægja er í þjóðfélaginu, af fjölbreyttum ástæðum.
Endurteknir mánudagsfundir voru nefndir sem næstu skref og þá er að sjá hvort að landsmenn séu nógu óánægðir til að mæta á planið þangað til breytingar hafa verið knúnar fram.
Nú er leitað að slagorðum sem best fá lýst ástandinu og hinum ýmsu málum sem barist er fyrir breytingum á.
Á Facebook-viðburðarsíðunni Mótmælum aðgerðurm ríkisstjórnarinnar er hægt að leggja slagorð í púkkið.
Birt:
4. nóvember 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðgerðum ríkisstjórnarinnar mótmælt á Austurvelli“, Náttúran.is: 4. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/04/adgerdum-rikisstjornarinnar-motmaelt-austurvelli/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.