Brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði
Mengunarmælar í Hveragerði og á höfðuborgarsvæðinu sýna nú hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2). Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 µg/m3 og mælir í Hvaleyrarholti hefur farið yfir 1500 µg/m3.
Hæg austanátt er núna á þessu svæði og eykur það líkurnar á því að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka.
Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til þess að fylgjast vel með mengunarmælum sem aðgengilegir eru á www.loftgaedi.is.
Búast má við mengun á svæðinu á meðan þessar veðuraðstæður vara.
Samkvæmt veðurspá á að bæta í vind á morgun en áfram verða austlægar áttir og því gæti áhrifa mengunarinnar gætt næstu daga.
Hægt er að fylgjast með loftgæðamælum á www.lofgaedi.is
Birt:
29. október 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði“, Náttúran.is: 29. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/29/brennisteinsmengun-hofudborgarsvaedinu-og-i-hverag/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.