Gönguskór í mosaMeð vaxandi fjölda gesta til landsins hafa áhyggjur fólks af álagi á land og þjóð farið vaxandi. Sumarið 2014 var umræða um sýnilegt álag á helstu náttúruperlur landsins vegna fjölda gesta mikil. Myndir af skemmdum vegna utanvegaaksturs voru áberandi og fjölmiðlar ræddu um viðhorf gesta til og umgengni þeirra um landið. Á þessari fjórðu örráðstefnu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála verður farið yfir stöðu þekkingar á álagi á náttúru landsins af völdum ferðafólks og hvernig hægt er að bregðast við því.  

Ráðstefnan er haldin viku eftir dagslöngu þingi Landgræðslu ríkisins og Umhverfisstofnunar um áhrif ferðamanna á náttúru Íslands og mun áherslan vera á að draga saman lærdóm þess þings. Hún hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð þessarar örráðstefnu. Þar á eftir munu frummælendur stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum lýsa þekkingu sinni á álagi vegna ferðamanna á náttúru Íslands. Að því loknu verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinnar og opinnar umræðu.

Frummælendur á örráðstefnu eru:

Dr. Andrés Arnalds

Landgræðsla ríkisins

Dr. Rannveig Ólafsdóttir

Háskóli Íslands

Ingibjörg Eiríksdóttir 

Umhverfisstofnun

Friðrik Dagur Arnarson

Kennari og landvörður 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Framkvæmdastjóri Landverndar

 

Örráðstefna í Öskju – náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands -  30. október 17-18.
(við hlið Norræna hússins) – aðalsalur (stofa 132)

Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Edward H. Huijbens, Rannsóknamiðstöð ferðamála, edward@unak.is.


Birt:
28. október 2014
Tilvitnun:
Rannsóknamiðstöð ferðamála „Álag ferðamennsku á náttúru Íslands“, Náttúran.is: 28. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/28/alag-ferdamennsku-natturu-islands/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: