Ómar Ragnarsson ávarpar samstöðufundargesti í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjölmenni var á boðuðum samstöðufundi um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi, í Gálgahrauni í dag en í dag er eitt ár síðan að hópi náttúruverndara sem mótmæltu vegagerð friðasamlega voru handteknir af 60 manna lögregluliði og tuttugu þeirra handteknir og færðir brott sem ótíndir glæpamenn.Skilti sem náttúruverndafélögin reistu til fróðleiks um vegagerðina í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Undirskriftarlisti til stuðnings níumenningunum var hengdur upp undir nýsteyptri brú í Gálgahrauni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ljósmyndasýning undir brúnni, frá viðburðinum þ. 21. október 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn en Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni.

Handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, eru vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að tjáningarfrelsi á Íslandi sem veitir lögreglu ótakmarkaðar heimildir til að brjóta upp friðsamleg mótmæli og handtaka fólk að handahófi og án tilefnis.

Samstöðufundurinn í dag var einn liður í því að minna á að baráttunni er langt frá því að vera lokið.

Ómar Ragnarsson flutti sitt óviðjafnanlega Gálgarokk, Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar söng nokkur lög og nokkrir þeirra handteknu sungu söngva sem ómuðu úr einangrunarklefunum.

Í lok fundar var reist níðstöng, þorskhaus.

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa, með stuðningi Landverndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Er í kærunni m.a. bent á  fyrri aðkomu Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara að málinu (sjá nánar)

 

Níðstöng, þorskhaus. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
21. október 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi í Gálgahrauni“, Náttúran.is: 21. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/21/samstodufundur-um-natturuvernd-og-tjaningarfrelsi-/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. nóvember 2014

Skilaboð: