Bungubeðsgerð (hraukagerð) á vistæktarnámskeiði í Alviðru sumarið 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Námskeið í hraukarækt verður haldið að Torfstöðum í Ölfusi (Töfrastaðir) frá kl. 10:00-18:00 laugardaginn 25 október.

Hraukarækt eru vissar aðferðir við að búa til hrauka/hauga sem mynd góð skilyrði fyrir plöntur til að vaxa í. Hægt er að nota hraukana til að halda, stjórna og losa vökva á ræktunarsvæði. Næringar efni losna hægt og þarf því ekki að hafa áhyggjur af næringu plantna í vel gerðum hrauk.

Aðalkennari er Eivind Bjørkavåg sem er norskur vistræktar hönnuður sem hefur aflað sér þekkingar og reynslu í við mismunandi loftslagsskilyrðum. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðis þegar hann ferðaðist með vistræktar reynsluboltanum Paul Wheaton standi uppúr.

Eivind hefur víða haldið námskeið og fyrirlestra um vistræktar málefni. Hann er stofnandi Bærum permakulturforening og situr í stjórn vistræktarfélags Noregs. Í fallegu umhverfi rétt fyrir utan Osló er hann að koma upp vistræktar kynningarsvæði með frábærum árangri eftir fyrsta árið.

Námskeiðsgjald er 8.000.- krónur, heimalöguð kjötsúpa og kaka innifalin. Eivindi til aðstoðar verða Mörður G.Ott. sveitabæjarstjóri Töfrastaða og Hallur Hróarsson bóndi á Gerðarkoti.

Þeir sem vilja skrá sig eru beðnir um að senda póst á moli@greenmail.net eða hafa samband símleiðis 770 0066.


Birt:
20. október 2014
Höfundur:
Mörður Ottesen
Uppruni:
Töfrastaðir
Tilvitnun:
Mörður Ottesen „Námskeið í hraukarækt“, Náttúran.is: 20. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/20/namskeid-i-hraukaraekt/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. október 2014

Skilaboð: