...„hvað er grænna, virðulegur forseti, en íslenskur torfbær?“
Tillögur nefndar um eflingu græna hagkerfisins, voru eins og margir muna eftir, samþykktar einróma, af öllum flokkum, með fullu húsi atkvæða á Alþingi. Sem er sögulegt í sjálfu sér.
Það varð þó ekki til þess að fyrstu fjármununum (205 m.kr.) sem eyrnarmerktir höfðu verið verkefninu yrði varið í samræmi við tillögur nefndar um græna hagkerfið heldur tók ferlið óvænta beygju sem lýst er ítarlega og gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem forsætisráðherra tók að lokum sjálfur ákvarðanir um það hvaða verkefni hlutu styrki og það án auglýsingar.
Í sjálfu sér er þessi gjörningur sönnun þess að hér á landi ríki ríkisstjórn sem ríkir yfir öllu og er helst í mun að eyða öllu því sem hafði þó áunnist, sem var ekki mikið fyrir. Faglegar og óhlutdrægar úthlutunarnefndir heyra samkvæmt þessu sögunni til hér á landi, eða hvernig er hægt að treysta því að umsóknir verði afgreiddar öðruvísi héðan í frá?
Í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Brynhildar Pétursdóttur þingmanns Bjartrar framtíðar um tilhögun úthlutananna, á Alþingi í gær, svari sem reyndar er ekki er hægt að flokka sem annað en fullkomnlega ófaglegt og ófullnægjandi sagði forsætisráðherra SDG (tilvitnun af visir.is hér að neðan):
„Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðulegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa.
Svar forsætisráðherra lýsir í besta falli eindæma skilningsleysi á eðli stefnumörkunarinnar um eflingu græna hagkerfisins, sem var einróma samþykkt á Alþingi, nýtir fjármunina í annað og bregst með því hlutverki sínu fullkomnlega.
Sjá frétt og myndskeið um tilvikið á Aþingi í gær, á visir.is.
Til upprifjunar:
Sjá frétt frá 14.09.2010 um samþykkt Alþingis um að hefja undirbúning að eflingu græna hagkerfisins.
Sjá frétt frá 12.10.2010 um kosningu nefndar um græna hagkerfið.
Sjá styrkveitingar forsætisráðuneytis í desember 2013.
Sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar um úthlutun forsætisráðuneytisins af safnliðum fjárlagaárið 2012-14.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „...„hvað er grænna, virðulegur forseti, en íslenskur torfbær?““, Náttúran.is: 15. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/15/hvad-er-graenna-virdurlegur-forseti-en-islenskur-t/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.