Ekið yfir Markarfljót, ljósm. Árni Tryggvason.Viðar Jökul Björnsson, umhverfis- og auðlindafræðings segir stefnu vanta á sviði aðgerða til að stemma stigu við mengun af völdum ferðamanna en Viðar Jökull fjallaði einmitt um þetta í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði þar sem hann mat kolefnisspor ferðamanna á Íslandi árið 2011.

Víðir bendir á að „ferðaþjónustan geri út á að spila Ísland sem þetta hreina og tæra land sem þá þarf hún að standa við“. Það olli honum vonbrigðum að „langflestir séu ekkert að spá í þessu“

Í niðurstöðum rannsóknar Viðars Jökuls veldur meðalferðamaðurinn hér á landi 50,2 kílóa útblæstri af koltvísýringi á dag. Það er heldur minna en sambærileg rannsókn sem gerð var á hollenskum ferðamönnum sem ullu að meðaltali 62 kílóa útblæstri af koltvísýringi á dag.

Í heild áætlar Viðar Jökull að mengun af völdum ferðamanna sé á milli 0,5 og 2,8 prósenta af heildarútblæstri koltvísýrings á Íslandi. Sú tala mun þó fara hækkandi á næstu árum með auknum fjölda ferðamanna.

Birt:
14. október 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Stefnu vantar vegna mengunar af völdum ferðamanna“, Náttúran.is: 14. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/14/stefnu-vantar-vegna-mengunar-af-voldum-ferdamanna/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: