Náttúrupælingar eftir Pál Skúlason
Á síðustu áratugum hefur Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, unnið brautryðjandastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem hér birtast veitir hann nýja sýn á samband manns og náttúru og skýrir á frumlegan hátt hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Hann íhugar þýðingu þess að tengjast landinu og ræðir um þau gæði og gildi sem eru í húfi í samskiptum okkar við náttúruna og ábyrgð okkar gagnvart henni.
Birt:
7. október 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrupælingar eftir Pál Skúlason“, Náttúran.is: 7. október 2014 URL: http://nature.is/d/2014/10/07/natturupaelingar-eftir-pal-skulason/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.