Úr myndinni Gengið neðansjávar / Walking undr water.Kvikmyndir tengdar umhverfi og náttúru eru í flokknum Önnur framtíð á RIFF í ár.

Gabor - Sebastián Alfie

Við undirbúning á gerð heimildarmyndar um blindu, heyrir leikstjórinn Sebas af Gabor, kvikmyndatökumanni sem varð blindur við tökur í S-Ameríku fyrir mörgum árum. Sebas ræður hann sem tökumann og brátt þarf Gabor að horfast í augu á við eigin tilfinningar í garð efnisins og leita til Sebas eftir stuðningi.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Thule Túvalú - Matthias von Gunten

Þó að flestir upplifi hlýnun jarðar gegnum fjölmiðla er hún viðvarandi vandamál fyrir íbúa Thule og Tuvalu. Í þessari stórmerkilegu mynd fáum við að sjá hvernig fólkið þar neyðist til að setja eigin hefðir til hliðar og halda í átt að ótryggri framtíð.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Lifi Frakkland / Vive la France - Helgi Felixson & Titti Johnson

LIifi Frakkland kynnumst við parinu Kua og Teariki sem búa á eyjunni Tureia. Draumur þeirra um að stofna bakarí á eyjunni verður að engu þegar þeim er neitað um bankalán vegna hættu á því að Mururoa rifið sökkvi í sæ og orsaki flóðbylgju. Í þessari mynd er fjallað um afleiðingar kjarnorkutilrauna Frakka og sinnuleysi hins vestræna heims gagnvart fórnarlömbum tilraunanna er opinberað.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Leyndardómar vörðunnar í norðri / Mystery of the Arctic Cairn - Kyle O'Donoghue og Miki Redelinghuys

Árið 1898 lagði Otto Sverdrup af stað frá Noregi um borð í hinu sögufræga skipi Fram til að kortleggja norðurheimsskautið. Í leiðarbók sinni skrifaði Sverdrup um vörðu sem þeir reistu á nyrsta punkti ferðarinnar, Landslokum. Enn hefur varðan ekki fundist. Kvikmyndagerðarmaðurinn Kyle O’Donoghue fylgir hér eftir leiðangri í leit að týndu vörðu Svedrups í einlægri, fyndinni og innilegri sögu fjögurra manna um ógleymanlegar slóðir.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Hættuleg leikur / A dangerous game - Anthony Baxter

Hinn óttalausi leikstjóri Anthony Baxter eltir bandaríska milljarðamæringinn Donald Trump og aðra gráðuga og furðulega karaktera sem vilja breyta nokkrum fallegustu stöðum jarðarinnar í golfvelli og afþreyingarstaði fyrir þá ofurríku. Mómælendur reyna að standa í hárinu á peningaöflunum, en nægir það?
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Beðið fram í ágúst / Waiting for August - Teodora Ana Mihai

Í þessari áhugaverðu heimildamynd er Georgiönu Halmac fylgt eftir, en hún verður fimmtán ára í vetur. Hún býr hjá atvinnulausri móður sinni ásamt sex systkinum í félagslegri íbúð í Bacau í Rúmeníu. Þegar móðirin fær vinnu í Tórínó skilur hún Georgiönu eftir til að hugsa um systkini sín sex.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Marmato - Mark Grieco

Ef Kólumbía er miðpunktur nýs gullæðis þá er Marmato nýr útvörður gullgrafaranna. Í bæjarfjallinu er jafnvirði 20 milljarða dollara af gulli, en 8000 íbúar Marmato eiga á hættu á að vera skipt út fyrir risavaxna námu. MARMATO fjallar um hvernig bæjarbúar takast á við kanadískt námufyrirtæki sem vill gullið undir heimilum þeirra.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða.

Monsún - Sturla Gunnarsson

Kvikmyndagerðarmenn fylgdust með margslungnum áhrifum monsún-vindanna á Indlandi árið 2013. Þeir eltu veðrið frá suðurhluta Kerala, alla leið norðaustur til Meghalaya (Skýjastaðarins) – þangað sem skýin fara til að deyja. Á leiðinni hitta þeir ótrúlegan hóp einstaklinga sem þurfa, á ólíkan máta, að aðlaga eigið líf að þessu náttúrufyrirbrigði sem sumir kalla „sál Indlands.“
Sjá sýningartíma / Kaupa miða

Gengið neðansjávar / Walking under water - Eliza Kubarska

Hér er fylgst með lífi sjávarhirðingja Badjao ættbálksins. Þeir hafa fullkomnað listina að kafa og veiða neðansjávar. Alexan, síðasti kafarinn á sinni eyju, og tíu ára lærlingur hans, Sari, leggja út á haf. Á meðan Alexan kennir Sari hina hættulegu veiðiaðferð, deilir hann með honum speki sinni og lífsreynslu.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða

Virunga - Orlando von Einsiedel

Í villtu og töfrandi umhverfi Virunga þjóðgarðsins í Kongó, síðasta vígi fjallagórillunnar, ver lítill hópur landvarða hið umsetna UNESCO-landsvæði frá skæruliðum, veiðiþjófum og myrkum öflum sem vilja komast yfir náttúruauðlindir landsins. Þegar hinn nýstofnaði uppreisnarhópur M23 lýsir yfir stríði í maí 2012, ógna átökin lífi og stöðugleika allra og alls þess sem reynt hefur verið að vernda.
Sjá sýningartíma / Kaupa miða

Umhverfisverðlaun RIFF verða veitt í fimmta sinn í ár. Þau hlýtur ein mynd úr flokknum Önnur framtíð.

Dómnefnd skipa:
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, kvikmyndaleikstjóri
Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnuður
Svandís Svavarsdóttir, þingkona og fyrrv. umhverfisráðherra

 


Birt:
29. september 2014
Höfundur:
RIFF
Uppruni:
RIFF
Tilvitnun:
RIFF „Riff - Önnur framtíð“, Náttúran.is: 29. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/29/riff-onnur-framtid/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: