Náttúran.is lætur vita af þér!
Kæru meðþátttakendur í Sumarmatarmarkaði Búrsins 2014.
Um rúmlega 7 ára skeið höfum við hjá Náttúran.is lagt okkur fram við að halda utan um alla þá sem eru að sinna vistvænni nýsköpun og matvælaframleiðslu í landinu. Upplýsingarnar birtum við á Grænu síðunum og Græna kortinu.
Til þess að þeir fjölmörgu gestir sem sóttu Sumarmatarmarkaðinn geti fundið ykkur aftur höfum við skráð ykkur öll.
Skráðir aðilar tengjast öllu tengdu efni á vefnum og birtast undir flokknum Grænar síður t.h. á síðunni þegar efni er skoðað og við leit. Greinar og umfjallanir tengdar aðila birtast einnig undir „Tengdar greinar“ t.h. á síðunni. Falli starfsemi aðila undir viðmið þeirra 155 flokka sem eru á Græna kortinu kemur aðilinn einnig fram undir þeim.
Flesta sem tóku þátt í markaðinum í ár höfðum við þegar skráð og fylgst með árum saman og hafa þeir fallið í einn eða fleiri flokka á Græna kortinu og á Grænum síðum. Þá sem vantaði upp á höfum við nú einnig skráð.
Margir af þeim sem skráðir voru fyrir hafa einnig birst á Grænu kortunum í prentútgáfu. Samtals hafa prentuðu kortin okkar verið gefin út í 60 þúsund eintökum.
Öll þessi skráningarvinna og útgáfa hefur farið fram án endurgjalds af ykkar hálfu og í sjálfboðavinnu af okkar hálfu. Með nýrri útgáfu af vefnum, sem við höfum verið að vinna að allt þetta ár, getum við nú boðið ykkur að skrá ítarlegar upplýsingar um fyrirtækið og framleiðsluna á 5 tungumálum, ásamt birtingu merkis og ljósmyndaseríu og þannig gert fyrirtækin ykkar sýnileg og auðfinnanleg. Í kaupbæti getur Náttúran.is haldið áfram að starfa svo að við getum öll vaxið og dafnað og stuðlað að sjálfbærri framtíð Íslands. Við tókum nokkrar ljósmyndir af hverjum og einum þátttakanda á markaðinum sem þið getið birt sem hluta af ljósmyndaseríunni ykkar ef þið óskið.
Þar sem Náttúran.is er umhverfisvefur með hugsjón þá höfum við lagt metnað okkar í að halda skrá um alla sem hafa vottanir, tilheyra klasa eða hafa hlotið viðurkenningar og birtum þær upplýsingar án endurgjalds til viðbótar við grunnskráninguna.
Við viljum nú biðja ykkur að skoða skráninguna ykkar eins og hún er nú og bæta við ítarlegri upplýsingum gegn hóflegu gjaldi ef þið viljið. Með ítarlegri skráningu getum við „taggað“ (tengt) ykkur enn betur við allt sem kemur starfsemi og vöruframboði ykkar við.
Við erum einnig spennt fyrir því að fá sendar fréttir um það sem þið eruð að gera. Nóg er að þið skrifið upp grófan texta um nýjungar og þjónustu og við klárum að útbúa grein úr því og birta. Munið að myndir segja meira en þúsund orð.
Skráningin sjálf er ígildi auglýsingar, 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári.
Allir sem tóku þátt í markaðinum og óska eftir fullri skráningu í eitt ár, fá auk þess 50% afslátt af birtingu „Skilaboða“ (textaauglýsingar) á forsíðu. Mánaðarbirting með afslætti er því aðeins 24.000 kr. +vsk. Tilboðið gildir til áramóta.
Sjá lista yfir alla þátttakendur í Sumarmatarmarkaði Búrsins.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þið viljið fá aðstoð við skráninguna, þá skrifið okkur á natturan@natturan.is.
Með bestu kveðjum, Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur.
Náttúran.is fékk Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2011.
Skoðaðu aðra þjónustuliði Náttúrunnar.
Skv. mælingum Modernus.is heimsóttu 2.606 einstaka gestir Náttúran.is vikuna 15.9-21.9. 2014.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is lætur vita af þér!“, Náttúran.is: 22. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/17/skrad-og-synileg/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. september 2014
breytt: 5. ágúst 2015