Eplin komin í krukkurnar og klútur yfir.Að gera sitt eigið eplaedik er bæði auðvelt og skemmtilegt, fyrir utan hvað það hlítur að vera hollara en allt annað. Eplaedik hreinsar líkamann, hjálpar honum að taka upp kalk og er fullt af vítamínum.

Innihald:

1 - 1 ½ kg af súrum eplum (helst lífrænum)

1 - 1 ¼ líter af vatni

4 - 5 teskeiðar af góðu hunangi teaspoons of natural honey (eða hrásykri)

Ílát og verkfæri:

Glerkrukka, bleyja og trésleif.

Aðferð:

  1. Þvo eplin, skera þunn (með öllu, kjörnum og skræli) og henda í krukkuna.
  2. Hellið soðnu, köldu og sættu vatni (hlutföll: 1 teskeið af hunangi/sykri á móti 250 ml. af vatni).
  3. Bindið þykkan klút yfir krukkuna og látið standa á hlýjum stað í 4 vikur.
  4. Hræra öðru hvoru í með trésleif. Þegar hættir að freyða þegar hrært er í eru eplin tilbúin.
  5. Hellið í gegnum bleyju í flöskur og geymið á köldum stað.

Eplaedik skemmist ekki því það er rotvörn í sjálfu sér. Skildi það þó ske að mygla myndist í flösku, hendið henni þá! Ástæðan fyrir slíku gæti verið að eplin hafi ekki verið af nógu góðum gæðum.

Ljósmynd: Eplin komin í krukkurnar og bleyja yfir, ljósm. Luiza Klaudia Lárusdóttir.

Birt:
6. maí 2015
Höfundur:
Luiza Lárusdóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Luiza Lárusdóttir „Að gera sitt eigið eplaedik“, Náttúran.is: 6. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2014/09/17/ad-gera-sitt-eigid-eplaedik/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. september 2014
breytt: 6. maí 2015

Skilaboð: