Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst í kvöld á Reyðarfirði eða um 4.000 µg/​m3. Þetta eru hæstu gildi sem mælst hafa síðan  byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni. Gera má ráð fyrir að svipuð mengun sé á fleiri stöðum á Austfjörðum, þó svo að  mælingarnar hafi komið fram á mælinum á Reyðarfirði. Íbúar eru hvattir til að halda sig innan dyra meðan styrkurinn mælist þetta hár, loka gluggum og hækka hita í húsum. SMS smáskilaboð almannavarna hafa verið send frá Neyðarlínunni til íbúa á svæðinu til  vekja athygli á að viðbrögðum við mengun vegna brennisteinsmengunarinnar.

 Nánari upplýsingar á vefsíðu almannavarna  http://avd.is/?p=505 og http://avd.is/?p=470
 

Birt:
12. september 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Mjög há gildi SO2 á Reyðarfirði“, Náttúran.is: 12. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/12/mjog-ha-gildi-so2-reydarfirdi/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2014

Skilaboð: