TASTE – nýting á matþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu
Í tilefni af lokum verkefnisins TASTE verður haldin opin málstofa þann 16. september á Matís um nýtingu á sjávarþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu.
Á málstofunni verða haldnir fyrirlestrar um sjávarþörunga á Íslandi og nýtingu þeirra, sjávarþörungiðnaðinn í Frakklandi, næringargildi þörunga og notkun þörunga í matvæli og aðrar neytendavörur. Málstofan fer fram á ensku.
Skráning á málstofuna: vinsamlegast sendið póst á rosa()matis.is.
Nánari upplýsingar um TASTE verkefnið má finna á vefsíðu verkefnisins, http://tasteproject.net/, á heimasíðu Matís og með því að hafa samband við Rósu Jónsdóttur og Þóru Valsdóttur hjá Matís.
-
Málstofa um nýtingu sjávarþörunga
- Staðsetning
- None Vínlandsleið
- Hefst
- Þriðjudagur 16. september 2014 12:45
- Lýkur
- Þriðjudagur 16. september 2014 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
11. september 2014
Tilvitnun:
Steinar B. Aðalbjörnsson „TASTE – nýting á matþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu“, Náttúran.is: 11. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/11/taste-nyting-matthorungum-til-bragdaukningar-og-sa/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.