Ábending um storm frá Veðurstofu Íslands 31. ágúst 2014
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ábendingu:
Ábending vegna væntanlegs storms á sunnudag, 31. ágúst 2014
Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir morgundaginn, sunnudag: Kröpp og djúp lægð kemur að landinu úr suðvestri í nótt og búist er við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s. Það lítur einnig út fyrir talsverða rigningu víða um land og mikla úrkoma SA-til. Dregur úr vindi og úrkomu aðfaranótt mánudags. Hiti á bilinu 10 til 17 stig, svo að um hlýtt loft er að ræða og mun öll úrkoman falla sem rigning, einnig á hæstu jöklum.
Ekkert ferðaveður er á morgun og fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum utandyra.
Veðurstofunni, laug. 30. ágúst 2014 kl. 12:00
Vakthafandi veðurfræðingar:
Birta Líf Kristinsdóttir
Þorsteinn V. Jónsson
Bústaðavegur
Veðurspá kort
Birt:
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Ábending um storm frá Veðurstofu Íslands 31. ágúst 2014“, Náttúran.is: 30. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/30/abending-um-storm-fra-vedurstofu-islands-31-agust-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.