Mjaður með þroskuðum fræjumFræbanki Garðyrkjufélagsins efnir til fræðslu um tínslu og meðhöndlun fræja fimmtudaginn 28. ágúst í Grafarvogi. Fræðslan hefst kl 18:00 og stendur í um það bil tvær klukkustundir.

Nú er rétti tíminn til að fylgjst með þroskun fræja í garðinum, sumarbústaðalandinu og nánasta umhverfi.

Sérfræðingar fræbankans ætla með þátttakendum að safna hinum ýmsu tegundum fræja.

Skoðað verður hvernig fræ hinna ýmsu tegunda lítur út og hvenær það er þroskað. Þá verður kennd meðhöndlun fræja til að mynda þurrkun, geymsla  og pökkun þeirra.

Gefin verða góð og hagnýt ráð um sáningar og margt fleira. Fræbanki Garðyrkjufélgsins gefur út frælista á hverju ári og í góðu árferði má finna á frælistanum fræ af hátt í 1000 tegundum og yrkjum.

Fræbankanum berst mikið magn fræja frá félagsmönnum GÍ. sem er helsta uppistaða fræbankans.

Frænefndin vinnur úr fræsendingum, flokkar og pakkar og með hækkandi sól er gefin út frælisti þar sem félagsmenn geta pantað sér fræ af hinum ýmsum tegundum.

Að venju eru allar frægjafir til félagsins mjög vel þegnar, frælisti félagsins hefur notið mikilla vinsælda félagsmanna undanfarin ár.  Félagið þarf því töluvert af fræjum til að anna eftirspurn.

Safnast verður saman rétt austan við sjúkrahús SÁÁ í Grafarvogi, en ekið er niður frá Stórhöfða í átt að sjúkrahúsinu um 100 metra, þar sem leiðbeinendur taka á móti þátttakendum.

Leiðbeinendur verða: Barbara Stanzeit, Sigþóra Oddsdóttir og Hannes Þór Hafsteinsson.

Ljósmynd: Mjaðurt með þroskuðum fræjum 28.08.2014, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
28. ágúst 2014
Tilvitnun:
Garðyrkjufélag Íslands „Fræðsla um söfnun og meðhöndlun fræja.“, Náttúran.is: 28. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/28/fraedsla-um-sofnun-og-medhondlun-fraeja/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: