Saman gegn matarsóun - hátíð í Hörpu
Saman gegn matarsóun (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu.
Þó einkennilega kunni að hljóma að talað sé um matarsóunarhátíð, þá er það einmitt það sem Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi ætla að standa fyrir í Hörpu 6. september frá kl.13:00-18:00.
Markmiðið með þessum góðgerðarviðburði er að ná saman öllum í ,,fæðukeðjunni" til þess að finna leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun. Frá framleiðanda-neytanda verður gífurleg matarsóun og nú skal, í samtali við alla hlutaðeigandi, fundin lausn á þessu báglega vandamáli.
Við bjóðum alla fjölskylduna velkomna á matarsóunarhátíð í Hörpu. Dagskráin verður í formi örfyrirlestra á sviðinu í Silfurbergi, dillandi tónlist verður á milli atriða og básar frá fyrirtækjum, góðgerðarsamtökum og frumkvöðlum verða á staðnum til að kynna aðferðir til að koma í veg fyrir matarsóun.
Dagskrá:
- Guðfinnur Sigurvinsson verður kynnir hátíðarinnar
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur opnar hátíðina
- Selina Juul, dönsk baráttukona gegn matarsóun sem er handhafi Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og forsprakki samtakanna Stöðvum sóun matvæla (Stop spild af mad) í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins
- Tristram Stuart er mikilsmetinn fyrirlesari um matarsóun og hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir baráttuna gegn matarsóun, Sophie Prize, árið 2011
- Heiðarskóli. Kynning á grunnskólanemaverkefni um matarsóun
... og fleira
Kynningar og skemmtiatriði:
- Kolabrautin og og íslenskir grænmetisbændur bjóða upp á súpu úr grænmeti sem fær ekki að fara í verslanir
- Uppskeran heilsumarkaður
- Velbú- velferð í búskap
- Íslenskir grænmetisbændur
- Ankra – snyrtivörur úr auðlindum hafsins
- Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).
- Kvenfélagasamband Íslands og Dóra Svavarsdóttir frá Culina kynna námskeið um matarafganga
- Landvernd
- VAKANDI
- Náttúran.is
- Samhjálp
- Tímaritið „Í boði náttúrunnar“
- DJ Sóley sér um tónlistina
- Þórunn Clausen les upp úr Smjattpöttunum
... og fleira
Nánar um verkefnið:
„Saman gegn matarsóun“ (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu. Viðburðir undir þessu merki verða haldnir í öllum Norðurlöndunum í júní-október 2014 en verkefnið er í fimm liðum og eru viðburðirnir aðeins einn af þessum fimm til þess að vekja athygli á málefninu.
Verkefnið er hugsað til eins árs í senn og auk viðburðarins í Hörpu þ. 6. september verður framleidd heimildarmynd um matarsóun, gefin út matreiðslubók, framleiddur sjónvarpsþáttur, haldin námskeið fyrir almenning og stór málstofa verður skipulögð með aðkomu fagfólks.
Markmið þessa samvinnuverkefnis er að koma matarsóun í umræðuna á Norðurlöndunum og finna raunverulegar lausnir. Það er nauðsynlegt að ná til allra í keðjunni: matvælaframleiðenda, dreifingaraðila, birgja, stjórnmálamanna og almennra neytenda. Á þessari síðu munum við birta upplýsingar um verkefnið á Íslandi og góð ráð sem hjálpa til við að minnka matarsóun.
Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) en matarsóun er málefni sem skiptir miklu máli á heimsvísu og varðar umhverfismál, efnahagsmál og samfélagslega ábyrgð.
Sjá vef verkefnisins matarsoun.is.
-
Saman gegn matarsóun - hátíð í Hörpu
- Staðsetning
- Harpa Austurbakki 2
- Hefst
- Laugardagur 06. september 2014 13:00
- Lýkur
- Laugardagur 06. september 2014 13:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Rannveig Magnúsdóttir „Saman gegn matarsóun - hátíð í Hörpu“, Náttúran.is: 27. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/27/saman-gegn-matarsoun-matarsounarhatid-i-horpu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.