Fræsöfnun - Sólblómafræ
í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ. Ég fékk eitt blóm með mér heim úr heimsókn þangað um daginn og hér má líta afraksturinn úr einu sólblómi.
Nú geymi ég þessi fræ á þurrum, köldum stað fram á vor og vek þau svo til lífsins á réttum tíma með aðstoð Sáðalmanaksins næsta vor.
Gef auðvitað með mér af þeim en ein mesta gleðin við ræktun er einmitt að deila afrakstrinum, bæði fræjum og uppskeru með öðrum.
Sólblómafræin eru umlukin svartri skurn en búið er að pússa hana af sólblómafræjunu sem við kaupum úti í búð.
Meira um sólblómin á Wikipedíu.
Ljósmyndir: Sólblóm í Birkihlíð, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
26. ágúst 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræsöfnun - Sólblómafræ“, Náttúran.is: 26. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/26/fraesofnun-solblomafrae/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.