Sólblómarækt á Íslandi
Sólblómið (Helianthus) á uppruna sinn að rekja til norður Ameríku.
Sólblóm geta orðið stór hér á landi við góðar aðstæður og gríðarstór í gróðurhúsum.
Þau vaxa líka vel úti sé sáð fyrir þeim nógu snemma og þeim komið til innandyra fram í júní og fái síðan að vaxa á skjólgóðum stað. En það fer að sjálfsögðu eftir sumarveðrinu hvernig til tekst. Auðvitað. Sólblómaræktin mín gekk ekki mjög vel í ár en hefur oft gengið mjög vel. Hef fengið sólblóm jafnstór mér sjálfri. Þau þroskuðu þó aldrei fræ.
En ekkert af þeim mörgu sólblómum sem ég þó sáði snemma til í ár hafa enn náð að blómstra. En það er ekki að furða miðað við hvernig sumarið var hér sunnanlands og sólblóma elska jú sólina.
En á öðrum stað á suðurlandi, í Birkihlíð í Reykholti hafa sólblómin heldur betur vaxið og dafnað, meira að segja náð svo langt að þroska fræ.
Sólblómin eru aðallega ræktuð vegna fræjanna sem gefa af sér dýrindis olíu og eru auk þess borðuð hrá og notuð í alls kyns bakstur.
Meira um sólblómin á Wikipedíu.
Ljósmyndir: Sólblóm í Birkihlíð, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sólblómarækt á Íslandi“, Náttúran.is: 26. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/26/solblom/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.