Að matreiða okrur
Okran (e. Lady fingers) eru herramannsmatur. Hún er upprunnin í Afríku og Indlandi og er algengt grænmeti í Suð-Austur Asíu.
Það er auðvelt að matreiða okrur. Hægt er að borða fræhulstrið hrátt en það er þó algengara að matreiða það steikt eða grillað.
Okrur er trefjarík og rík af A- og C-vítamínum og fólensýrum. Hún inniheldur einnig B-vítamín, K-vítamín, kalsíum, kalíum, járn, sink og magnesíum. Okran er rík af andoxunarefnum og er því tilvalin viðbót við mataræði.
Fræhulstrin eru stökk að utan en mjúk að innan auk þess að vera falleg ásýndum er hún afbragðsgott matreiðslugrænmeti. Hún fer vel með sterkum mat og kryddum, en er einnig gómsæt í einfaldri framsetningu. Dagur Brynjólfsson, okruræktandi, segist sjálfur kjósa þær léttsteiktar. Skerið þær endilangar og leggið á heita pönnu (með olíu eða smjöri) í ca. 2 mínútur á hvorri hlið.
Í Búrma er okran hversdagsmatur. Hún er þá oft grilluð og seld á götuhornum sem nasl. Í Indlandi er okran algengur grunnur í karrý. Hitið pönnu með kúminfræjum og svörtum sinnepsfræjum. Setjið þá kraminn hvítlauk og engifer. Steikið lauk upp úr olíublöndunni. Bætið við nokkrum smátt söxuðum chillium og niðurskornum okrum ásamt karrýlaufum ef til eru. Þetta er svo saltað eftir smekk. Þetta er gott með hrísgrjónum.
Hér má finna svipaða uppskrift, en þá inniheldur karrýið tómat og minna af sértækum Indverskum kryddum. Okran er auk þess framreidd endilöng: http://www.wikihow.com/Make-Spicy-Fried-Lady's-Fingers. Hér: http://www.bbcgoodfood.com/recipes/11263/spiced-okra-curry má einnig finna uppskrift af svipuðum meiði.
Ljósmynd: Okrukarrý (Bindha kaya) í Matendla Rural Skóla í Andhra Pradesh Indlandi. Algengur morgunmatur, inniheldur 25 litla græna chillia. Ekki fyrir viðkvæma.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Að matreiða okrur“, Náttúran.is: 25. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/25/ad-matreida-okrur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.