Fræsöfnun - Okra
Okra*(Abelmoschus esculentus) gefur af sér fræhulstur sem er ávöxtur plöntunnar.
Nú langar mig að safna fræjum úr fræhulstrunum til að planta í gróðurhúsi næsta vor. Ég hef eldrei gert þetta áður og var bara að kynnast þessari frábæru jurt (sjá grein).
Öll góð ráð um fræsöfnun eru vel þegin!
Ég byrjaði á að leita mér upplýsinga á Wikipedíu en þar er góð umfjöllun en þar segir (þýtt); „Fræin eru lögð í vatn yfir nótt áður en þeim er plantað á 1-2 sm dýpi. Það tekur fræið um sex daga að vakna en þau þurfa mikið vatn í uppvextinu“. (lesa meira).
Ég reikna með að þurrka fræin og geyma á köldum stað í vetur og vekja þau svo til lífsins á réttum tíma með aðstoð Sáðalmanaksins næsta vor.
*Okra (Abelmoschus esculentus) er blómstrandi planta og skyld bómull, kakó og hibiskus plöntunum. Hún er mikils metin vegna ávaxarins, græna fræhulstursins sem er mjög næringarríkt en það er bæði trefja-, fólín og C vítamínríkt. Okruhulstrin eru einnig full af andoxunarefnum. Olía er unnin úr fræjum Okrunnar.
Ljósmyndir: Okrufræhulstur frá Birkihlíð, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræsöfnun - Okra“, Náttúran.is: 25. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/25/fraesofnun-okra/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.