Menningarnótt 2014
Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkur og verður haldin í nítjánda sinn þann 23. ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.
Menningarnótt markar upphaf menningarárs borgarinnar þegar söfn, leikhús, menningarstofnanir og listamenn hefja sína haust- og vetrardagskrá. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til menningarþátttöku með því að reiða fram fjölbreytt og ríkulegt framboð af hinum ýmsu viðburðum.
Með yfir 100.000 gesti og 400 viðburði má segja að Menningarnótt sé stærsta hátíð landsins. Dagskráin er þverskurður af menningar- og listflóru borgarinnar Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir borgarbúar geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru frá hádegi til miðnættis.
Mælt er með því að gestir komi gangandi, hjólandi eða í Strætó á Menningarnótt en umferð einkabíla er bönnuð um miðborgina. Það verður ókeyðis í Strætó. Á Hátiðarkorti Menningarnætur er auðvelt að átta sig á samgönguleiðum og kostum. Sjá Hátíðarkort Menningarnætur stærra í pdf-útgáfu.
-
Menningarnótt í Reykjavík 2014
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Menningarnótt 2014“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/menningarnott-2014/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.