Ævintýri og þjóðsögur - brúðuleikhús
Það er sérstaklega skemmtilegt að „setja sögu á svið“ í náttúrunni.
Þátttakendur koma sér saman um hvaða sögu þeir vilja leika og skipta með sér hlutverkum.
Allir hjálpast að við að finna hluti í umhverfinu sem verða brúður í brúðuleikhúsinu.
T.d. getur köngull sem rautt reyniber er fest á verið prýðileg Rauðhetta og úlfinn er þá heldur ekki erfitt að finna.
Þátttakendur koma sér saman um svið og leikmuni og svo getur leiksýningin hafist!
Birt:
22. ágúst 2014
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Ævintýri og þjóðsögur - brúðuleikhús“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/aevintyri-og-thjodsogur-bruduleikhus/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.