Þátttakendur eru tveir og tveir saman. Annar þeirra hefur augun lokuð og er leiddur áfram af félaga sínum.

Félaginn stillir hinum upp, rétt eins og ljósmyndari stillir upp myndavél sinni, og þegar hann þrýstir fingrinum á öxl hans opnar sá augun eitt augnablik og lokar augun aftur. Þannig „tekur hann mynd“ af fyrirbærum í umhverfinu.

Mikilvægt er að sá sem leikur myndina fái svolitla stund með lokuð augun eftir að hafa „smellt af“ þar sem það auðveldar honum að festa myndina í sessi í huga sér.

Hægt er að vinna áfram með leikinn á ýmsa vegu. T.d. getur sá sem var myndavélin lýst myndefninu fyrir ljósmyndaranum, hann getur reynt að finna fyrirmyndina í umhverfinu eða teikna myndina upp á blað.

Möguleikar til skapandi vinnu út frá svona ljósmyndun eru óteljandi.

Birt:
22. ágúst 2014
Höfundur:
Helena Óladóttir
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Lifandi myndavél“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/lifandi-myndavel/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: