Memory - Samstæður
Gögn/áhöld: Plastglös og undirlag.
Hlutir úr umhverfinu eru settir á dúk eða annað undirlag, tveir af hverri sort.
Plastglösum eða dósum er hvolft yfir og þátttakendur keppast um að finna samstæður með því að snúa við tveimur glösum í senn.
Sá sem finnur samstæðu fær að geyma hana á meðan leikurinn er kláraður.
Þar sem samstæðurnar eru yfirleitt ekki fleiri en 6-8 (allt að 16 hlutir á dúknum í senn) fær maður ekki að gera aftur ef maður finnur samstæðu, þær myndu allar klárast svo fljótt. Þegar allar samstæður hafa verið opinberaðar geta þeir sem hafa fengið að geyma þær fram að lokum leiksins sett þær aftur á dúkinn og þá er hægt að hvolfa glösunum yfir aftur og spila á ný.
Birt:
22. ágúst 2014
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Memory - Samstæður“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/memory-samstaedur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.