Gögn/áhöld: Einn poki á hvern hóp.  Í hverjum poka 2-5 náttúruhlutir.

Ein útgáfa af leiknum „Hvað er í pokanum“ er að skipta þátttakendum í 2-3ja manna hópa. Hver hópur fær einn poka með nokkrum hlutum í. Í fyrsta skiptið sem leikurinn er leikinn er nóg að setja 1-2 hluti í hvern poka. 

Án þess að sjá hvað er í pokanum eiga hóparnir að finna samskonar hluti í umhverfinu. Þátttakendur mega bara þreifa á því sem er í pokanum en þurfa að sammælast um þá hluti sem þeir leita eftir í umhverfinu.

Hægt er að gera leikinn að keppni með því að gefa hópunum ákveðinn tíma til verksins.

Birt:
22. ágúst 2014
Höfundur:
Helena Óladóttir
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Náum í það sem er í pokanum“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/naum-i-thad-sem-er-i-pokanum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: