Á gönguferð er hægt að gefa börnum leiðbeiningar sem halda athygli þeirra á áfangastað.

T.d. er hægt að gefa þeim fyrirmæli um að finna þrjá hluti; einn mjúkan, einn kaldan, einn blautan.

Einnig er hægt að fara í ýmsar útfærslur af þrautakóng, þannig að í stað þess að þrautakóngurinn leiði hreyfingar hópsins stingur hann upp á einhverju sem allir keppast við að koma auga á í kring um sig.

Sá sem fyrstur er til að sjá það sem ætlunin er hverju sinni er næsti þrautakóngur.

Birt:
22. ágúst 2014
Höfundur:
Helena Óladóttir
Tilvitnun:
Helena Óladóttir „Á leiðinni“, Náttúran.is: 22. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/22/leidinni/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: