Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans
Ráðstefnan Nordic Biogas Conference verður haldin í fimmta sinn og nú hér á landi dagana 27.-29. ágúst næstkomandi en ráðstefnan verður haldin í Hörpu.
NBC er stærsta ráðstefna sinnar tegundar á Norðurlöndunum þar sem fjallað er um „biogas“ (hauggas/lífgas eins og það hefur verið þýtt). Fjallað er um allar hliðar málefnisins; hráefni til gasgerðar, vinnslu, hreinsun á hauggasi, notkun sem eldsneyti, til rafmagnsframleiðslu eða varmaframleiðslu, fljótandi eða þjappað metan (LNG/CNG), notkun til landflutninga og sjóflutninga en einnig um þróun og rannsóknir innan geirans. Einnig er fjallað um notkun á aukaafurðum eins og meltuvökva og jarðvegsbæti. Fyrirlestrar fjalla um þessi mál frá ýmsum hliðum bæði rannsóknir og praktísk verkefni.
Ráðstefnan er samvinnuverkefni nokkurra aðila frá öllum norðurlöndunum og er SORPA bs. í forsvari að þessu sinni. Ráðstefnan stendur yfir í 3 daga og verður haldin á Hilton Hótel. Búist er við um 250 þátttakendum alls staðar að úr heiminum. Sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Á ráðstefnunni verða 35 fyrirlesarar og milli 20-30 sýnendur frá 15 mismunandi löndum og er NBC góður vettvangur til að mynda tengs og skiptast á skoðunum.
Ráðstefnan hefur áður verið haldin sem hér segir;
- 2012 í Kaupmannahöfn með yfir 500 þátttakendur
- 2010 í Osló með um 330 þátttakendur
- 2008 í Malmö með um 260 þátttakendur
- 2006 í Helsinki með um 130 þátttakendur
-
Nordic Biogas Conference
- Staðsetning
- Harpa Austurbakki 2
- Hefst
- Miðvikudagur 27. ágúst 2014 09:00
- Lýkur
- Föstudagur 29. ágúst 2014 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
SORPA bs „Samnorræn ráðstefna um framleiðslu og notkun metans“, Náttúran.is: 21. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/21/samnorraen-radstefna-um-framleidslu-og-notkun-meta/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.