Bill MollisonBill Mollison, upphafsmaður vistræktar, var og er frábær framsögumaður.

Árið 1981 hélt hann eitt af námskeiðum sínum í The Rural Education Center í New Hampsire í Ameríku. Nemandi þar tók sig til og hljóðritaði fyrirlestra hans og vélritaði.

Síðan þá hafa nokkrir áhugasamir endurbætt textann, teiknað skýringarmyndir og allt þetta er nú fáanlegt frítt á netinu. Þarna er mikill fróðleikur á ferð og ekki úr vegi að áhugamenn um vistrækt viti af þessari gullnámu. 

Hér er fjallað um vistrækt útfrá mismunandi veðurfari, umhverfi og fjárræði og gefin dæmi um hönnun útfrá mismunandi forsendum. Gjörið þið svo vel.

Skoða efnið  sem er með titlinum „Introduction to Permaculture“ í pdf- útgáfu.

Sjá einnig heimildarmyndirnar In Grave Danger of Falling Food þar sem Bill Mollison útskýrir grunnhugmyndafræði vistræktar.

Birt:
10. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Gullnáma“, Náttúran.is: 10. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/10/gullnama/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: