Söfnun til bjargar geitfjárbýlinu Háafelli
Söfnun til bjargar geitfjárbýlinu að Háafelli og þar með íslenska geitastofninum er nú farin í gang á indiego.com en eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu stendur fyrir dyrum að býlið að Háafelli fari í þrot og þar með yrði 400 geita hjörð send út á guð og gaddinn og lífsstarf Jóhönnu Þorvaldsdóttur gert að engu.
Aðeins 820 geitur af hinum íslenska geitastofni eru nú lifandi svo það munar mikið um 400 geitur, svo mikið að talað er um að íslenski geitarstofninn myndi líða undir lok ef fer sem fer.
Á söfnunarsíðunni indiego.com er geitabjörguninni líkt við senu í Game of Thrones þar sem dreki spúir eldi yfir geitahjörð en hrifsar svo eina með sér.
Það sem í boði er fyrir framlag:
- Fyrir 10 dolla færð þú nafnið þitt á þakkarlista á vef Háafells.
- Fyrir 25 dollara færð þú nafnið þitt á þakkarlistann og ljósmynd af drekanum (sjá myndina hér).
- Fyrir 50 dollara færð þú persónulega leiðsögn um Háafell og smakk af vörunum sem þar eru framleiddar.
- Fyrir 100 dollara færð þú sérhannaða krús eftir Andreu og Randall Morris með merki Háafells og ákalli um björgun býlisins.
- Fyrir 150 dollara færð þú 12 kökur með íslensku hráefni s.s. hvönn, reyktu salti, birkisírópi o.fl.
- Fyrir 200 dollara færð þú tvær tegundir af geitasápum með jurtum og auðvitað nafnið þitt á þakkarlistann.
- Fyrir 250 dollara færð þú kassa með íslensku súkkulaði.
- Fyrir 500 dollara færð þú bókina North Cookbook með áritun höfundanna Gunnars Karls Gíslasonar og Jody Eddy auk Jóhönnu í Háafelli.
- Fyrir 1000 dollara færð þú kiðling ættleiddann, getur gefið honum nafn og fylgjast með uppvextinum á Háafelli og nafnið þitt á þakkarlistann.
- Fyrir 2500 dollara færð þú einka-matreiðslukennslu með Gunnari Karli Gíslasyni, meistarakokki á veitingahúsunum Dill og Kex.
- Fyrir 3500 dollara færð þú matarboð fyrir fjóra í sjöréttaðann málsverð á Dill.
Birt:
7. ágúst 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Söfnun til bjargar geitfjárbýlinu Háafelli“, Náttúran.is: 7. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/07/sofnun-til-bjargar-geifjarbylinu-haafelli/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.