Hamborgarar frá Íslands Nauti en þó ekkiÍslands Naut er íslenskt vörumerki sem prýðir sig með tveim hornum með íslenska fánann fyrir miðið. Merkið er, eða virkar allavega eins og upprunamerki þar sem framleiðandinn er allt annar. Famleiðandinn er nefnilega fyrirtækið Ferskar kjötvörur.

Ferskar kjötvörir framleiða m.a. hamborgara í pakka með hamborgarabrauði undir vörumerki Íslands Nauts. En þegar betur er að gáð og lesið vel á innihaldslýsinguna kemur í ljós upprunalandið er Spánn, ekki Ísland.

Er íslenski fáninn á vörum ekki vernduð merking? Hefur ekki verið barist fyrir því í nokkur ár að fánarönd gildi sem upprunamerking og þýði að framleiðslan sé íslensk? Eða gildir það aðeins fyrir íslenska grænmetið?

Og annað; hvernig má það vera að „Ferskar kjötvörur“ framleiði ferska spánska hamborgara því ekki má flytja inn ferskt kjöt heldur verður það að vera fryst við innflutning?

Neytendur eru svo oft gabbaðir hér á landi að manni ætti ekki að koma neitt á óvart lengur en það er eitthvað kjánalegt og klaufalegt við þetta og greinilegt að blekkingaleikurinn virðist vera viðurkenndur eða heyrir maður marga kvart yfir þessu?

Er það ekki á hendi Matvælastofnunar að fylgjast með því að neytendur séu ekki blekktir?

 

Birt:
6. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslands Naut – upprunaland Spánn“, Náttúran.is: 6. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/06/islands-naut-upprunaland-spann/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: