Vegan leiðarvísir um Ísland – Vegan guide to Iceland
Á dögunum opnaði Ragnar Freyr, hönnuður og „Vegan“ leiðarvísinn Vegan guide to Iceland um Vegan framboð á Íslandi. Vefsíðan er ófullkominn listi yfir Vegan-vingjarnlega veitingastaði á Íslandi eða staði sem bjóða upp á eitthvað Vegan en enginn staður getur talist hreinn Vegan staður hér á landi.
Listinn á vefnum byggir á persónulegri reynslu Ragnars Freys og vina hans og verður í stöðugri uppfærslu en hann vonar að listinn hjálpi bæði þeim sem hér búa sem og Vegan-ferðamönnum að finna mögulegt framboð - án kjöts, kjúklinga, sjávardýra, mjólkurafurða, eggja, hunangs og annara dýraafurða.
Vefurinn er á ensku.
Þeir sem aðhyllast Vegan lífsstíl skilja að ábyrgðin á nútíma neyslumynstri er okkar en það byggist að miklu leiti á því að halda dýrum nauðugum, oftar en ekki við hræðilegar aðstæður, til þess að við getum notið afurða þeirra. Staðreyndin er að við drepum 56 milljarða dýra á hverju ári til að framleiða kjöt, mjólk og egg.
Skilgreining:
„Vegan-ismi er lífsstíll þar sem leitast við að útiloka, eins og kostur er og gerlegt, öll form af misnotkun og illmennsku gegn dýrum, hvort sem er til manneldis, fatagerðar eða annarra nytja.“Skoðaðu líka vegankit.com
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vegan leiðarvísir um Ísland – Vegan guide to Iceland“, Náttúran.is: 6. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/06/vegan-leidarvisir-um-island-vegan-guide-iceland/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.