Steinar
Steinar í nánasta umhverfi skoðaðir og unnið með þá
+ Tilbúnir og náttúrulegir,
+ litlir og stórir,
+ „gamlir og nýir”
Á lóðinni geta verið:
+ Tilbúnir steinar þ.e. útbúnir eða steyptir af fólki – gangstéttarhellur – skoða þær og telja.
+ Möl mótuð í vatni, steinar ávalir og rúnnaðir. Mölin hefur verið flutt hingað með bílum. Hvers vegna ætli það sé gert? Hvers vegna viljum við einmitt svona steina á leiksvæði?
Hægt er að líkja eftir því hvað gerist á ár eða vatnsbotni. Þar er grjót á stöðugri hreyfingu í árstraumi eða brimi. Ef alla vega kantaðir og hornóttir steinar væru settir í dós og dósin hrist dögum, vikum, mánuðum og árum saman – hvernig yrðu steinarnir? Kantar og horn molnuðu af (yrðu að sandi) og steinarnir yrðu ávalir. Það molnar alltaf meira og meira af þeim, þeir verða minni og minni og loks aðeins lítil, óteljandi sandkorn. Ár og brim hrista steina á sambærilegan hátt.
+ Steinar mótaðir af fólki. Á skólalóð gæti líka veri grjót mótað af fólki – tilhöggið eða harpað.
+ Náttúrulegt grjót. Hvar er það? Hvernig er það?
+ Hver er munurinn á gangstéttarhellum og náttúrulegu grjóti.
+ Eru einhverjir tveir steinar nákvæmlega eins?
Vinna með steina – samanburður
+ Steinar skoðaðir, bornir saman, þyngd, stærð, litur, lögun o.fl.
+ Ákveðið magn steina flokkað eftir einkennum.
Steinunum hvolft úr og þeim raðað hlið við hlið í stólpa sem einnig eru hafðir hlið við hlið svo að auðvelt sé að sjá hvaða stólpi er lengstur og hver stystur.
Hvaða dós er stærst og hver minnst?
Birt:
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Steinar“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/steinar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.