Efni: Eyrnabönd, eitt fyrir hverja tvo (- þrjá) nemendur.

Kennari útskýrir leikinn þar sem krakkarnir eru í hóp og skiptir þeim niður svo að þau séu tvö og tvö (eða þrjú) saman.

Annar krakkinn (eða einn) setur húfuna niður fyrir augu eða fær eyrnaband yfir þau og verður “blindur” um stund.

Hinn (eða hinir) leiðir þann „blinda” að einhverjum ákveðnum stað, steini, grónum bletti, … í nágrenninu.

Brýna þarf fyrir krökkunum að fara varlega og vera ábyrg, vísa þeim blinda vel leiðina og styðja hann og leiða hann alls ekki í neinar ógöngur.

Sá blindi er nú látinn þreifa vel á staðnum.

Hann má lykta af honum.

Hann getur e.t.v. fundið út hvernig hann snýr með því að velta fyrir sér hvernig vindurinn blæs á hann, úr hvaða átt hann heyrir hljóð ef t.d. lækur eða bílvegur er nálægt o.s.frv.

Þegar sá blindi hefur þreifað á staðnum að vild, og skoðað hann með öllum skynfærum nema sjóninni, er hann aftur leiddur á upphafsstað.

Bandið tekið frá augunum og nú á hann að reyna að finna aftur þennan smáblett sem hann var þreifa á.

Þegar hann hefur fundið staðinn sinn er skipt um hlutverk og sá sem leiddi áður verður „blindingi“.
Þennan leik er hægt að fara í aftur og aftur í mismunandi umhverfi.

Birt:
1. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Hvar er staðurinn?“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/hvar-er-stadurinn/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: