Að hlusta
Reynum að hafa þögn í smátíma.
Lokum augunum og einbeitum okkur að því að hlusta í ákveðinn tíma.
Ef við erum úti leggjumst þá niður á jörðina.
Í hvert skipti sem við heyrum nýtt hljóð réttum við upp einn fingur.
Þegar tilskilinn tími er liðinn berum við saman bækur okkar.
Hvað heyrðum við mörg hljóð, hvaða hljóð?
Þetta verkefni er upplagt að gera oft og á ólíkum stöðum. Nálægt umferðargötu eða fjarri. Nálægt á eða fjarri henni. .....
Í fyrstu geta krakkarnir orðið vandræðalegir, flissað og fundist þetta asnalegt. Þá er upplagt að láta þau bara hlusta í stutta stund. En ef verkefnið er endurtekið aftur og aftur venjast þau því og þá má láta þau hlusta í kyrrð lengur. Þau venjast þá líka á að heyra ólík hljóð og greina þau.
Birt:
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Að hlusta“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/ad-hlusta/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.