Hvað leynist í hringnum?
Markmið: Að þjálfast í að skoða nákvæmlega lítið svæði.
Að gera sér grein fyrir að svæði eru ólík í grunninn.
Undirbúningur: Útbúnir litlir hringir, 15-20 sm í þvermál, t.d. úr mjóum vír, helst einn fyrir hvern krakka.
Verkefni: Staðið á ákveðnum stað og hringjunum hent tilviljanakennt.
Síðan er rannsakað nákvæmlega hvað er innan hringsins. Hvað eru t.d. margar plöntur innan hringsins? Hvað eru margar tegundir af plöntum?
Hvað eru margir steinar? Hvernig eru þeir? Hvað er u.þ.b. stór hluti af hringnum ógróinn / gróinn?
Eru einhver dýr innan hringsins? Hvaða? hvað eru þau að gera?
O.s.frv.
Verkefnið er endurtekið í ólíkum gróðurlendum til að undirstrika að þau eru ólík.
Birt:
1. ágúst 2014
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Hvað leynist í hringnum?“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/hvad-leynist-i-hringnum/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.