Að finna hlutina
Undirbúningur: Áður en farið er út er búið að fara um ákveðið svæði og þar safnað tíu hlutum og þeim vafið inn í klút svo að krakkarnir sjái þá ekki. Þetta geta verið steinar, mismunandi plöntur, laufblöð af ýmsum gerðum, könglar eða annað sem þarna má finna. Athuga þarf að skemma ekkert og taka bara hluti sem eru í nokkru magni.
Verkefni: Farið út með krakkana á þetta sama svæði. Klúturinn dreginn upp og krökkunum er sagt að í honum séu 10 hlutir, þau fái að horfa á þá í 25 sekúndur og eigi að muna þá og finna aðra eins í nágrenninu.
Þá er klúturinn opnaður, hlutirnir sýndir og síðan aftur huldir.
Krakkarnir fá 5 mínútur til að fara og finna eins hluti og koma með þá.
Þá er einn og einn hlutur tekinn undan klútnum og útskýrður og athugað hverjir hafa fundið sams konar hlut.
Þegar allir hlutir hafa verið skoðaðir og útskýrðir er þess gætt að skila þeim aftur á sinn stað.
Þennan leik er upplagt að endurtaka nokkrum sinnum, í ólíku umhverfi, til að skerpa minnið og athyglina.
Birt:
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Að finna hlutina“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/01/ad-finna-hlutina/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.