Skráning er ígildi auglýsingar
Allt grænt á Íslandi á einum stað!
Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar™* gefa yfirsýn á hin fjölmörgu fyrirtæki, félög og stofnanir sem tengjast náttúru, menningu og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja skilgreiningar, viðmið og vottanir við aðila og gefa hinum almenna neytanda möguleika á að beina viðskiptum sínum þangað sem honum finnst vera stunduð fyrirmyndar starfsemi. Grænar síður eru liður í að gera eftirfarandi markmið Náttúrunnar að veruleika:
- Að þróa tæknilegar lausnir að samskiptaveröld sem getur tengt á milli þátta sem annars hafa aðeins huglæga eða óbeina tengingu.
- Að auka veg íslenskrar náttúru og náttúruafurða í landkynningarlegu tilliti.
- Að efla atvinnutækifæri henni tengdri um allt land og á öllum sviðum.
- Að efla þátttöku sem flestra í umhverfismeðvituðum lifnaðarháttum og neyslu sem er síður mengandi eða skaðleg en önnur.
Á Grænum síðum eru upplýsingar um félög, fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla t.a.m. eftirfarandi skilyrði eða stunda eftirtalda starfsemi:
- Hafa umhverfisvottun (vottun þriðja aðila) fyrir framleiðslu sína eða starfsemi.
- Eru seljendur umhverfis- og/eða sanngirnisvottaðrar vöru.
- Hafa opinbera umhverfisstefnu.
- Hafa fengið umhverfisviðurkenningu.
- Halda grænt bókhald.
- Eru eftirlitsaðilar, matsaðilar, félög eða stofnanir.
- Eru í ferli til að fá vottun.
- Bjóða þjónustu tengda náttúru og/eða umhverfi.
- Stunda sjálfbæra starfsemi af einhverjum toga.
- Eru framleiðendur/innflytjendur náttúrulegrar framleiðslu og/eða heilsuvöru.
Ekkert gjald er tekið fyrir grunnskráningu og vottunartengingar. Hægt er að bæta upplýsingum við skráninguna gegn hóflegu gjaldi (sjá hér að neðan). Vottanir og aðrar ítarupplýsingar þurfa að vera byggðar á kröfum og skilyrðum tiltekinna vottunaraðila og vera óvéfengjanlegar. Náttúran áskilur sér rétt til að kynna sér réttmæti innsendra upplýsinga og vinnur í þeim tilfellum með viðkomandi vottunar- og eftirlitsaðilum.
4601 aðilar eru skráðir á Grænar síður (staðan í mars 2014). Til þess að komast að því hvort að þitt fyrirtæki, félag eða stofnun sé nú þegar skráð á Grænar síður, sláðu þá inn nafnið í leitargluggann efst til hægri á síðunni.
Um skráningarferlið:
1. skref - Upphaf
Persónur geta stofnað aðgang með staðfestu netfangi eða notað Facebook eða Google til að skrá sig inn. Persóna velur síðan tengdan aðila (t.d. fyrirtæki sem hún/hann er ábyrg/ur fyrir). Sé aðili skráður birtast grunnupplýsingar þ.e. nafn og heimilisfang. Ekki er tekið gjald fyrir grunnskráningu. Ef aðili er ekki á Grænum síðum en þú telur að hann eigi heima þar, óskaðu þá eftir skráningu hér.
2. skref - Skráning (Tengsl)
Hér fer fram skráning upplýsinga um tengsl. Séu upplýsingar um tengsl þegar skráðar á aðila sérð þú þær hér. Hægt er að gera breytingar og bæta við. Hér er einnig hægt að sjá hvaða vottanir og merkingar eru skráðar á aðila.
3. skref - Vörumerki
Hér fer fram skráning vörumerkis. Ljósmynd getur komið í stað vörumerkis.
4. skref - Upplýsingar
Hér fer fram skráning texta um þjónustu í boði og áherslur í starfi. Hægt er að setja inn allt að 800 slög á hverju tungumáli. Textinn skal vera málefnalegur og laus við skrumkenndar yfirlýsingar. Ef fullyrðingar eru tilhæfulausar eða grænþvottur áskilur Náttúran.is sér rétt til að gera athugasemdir og óska eftir breytingum á texta.
5. skref - Myndasería
Hér fer fram skráning mynda. Hægt er að setja inn allt að 6 myndir í seríu, skala, klippa til og skrá titil.
6. skref - Staðfesting
Hér fer fram staðfesting skráningar og greiðslutímabils. Hér er einnig hægt að senda inn athugsemdir og óskir. Í framhaldinu verður farið yfir skráninguna og hún sannprófuð. Aðili er síðan flokkaður með tögum til að birtast í viðeigandi flokkum á Grænum síðum og Grænu korti samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í textaupplýsingum.
Athugið að skráning á Grænar síður er lykillinn að birtingu á Græna kortinu í vef, app og prentútgáfum.
Skráðir aðilar tengjast öllu tengdu efni á vefnum og birtast undir flokknum „Grænar síður“ t.h. á síðunni þegar efni er skoðað og við leit. Greinar og umfjallanir tengdar aðila birtast einnig undir „Tengdar greinar“ t.h. á síðunni. Falli starfsemi aðila undir viðmið þeirra 155 flokka sem eru á Græna kortinu kemur aðilinn einnig fram undir þeim. Hægt er að skrá upplýsingar á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku.
Fara á nýskráningarsíðu
Sé fyrirtækið ekki skráð nú þegar þá getur þú óskað eftir nýskráningu. Til að fá fyrirtæki, þjónustu eða stað á Græna kortið og Grænar síður er hægt að skrá helstu upplýsingar hér og þær verða síðan skoðaðar af starfsfólki Náttúran.is. Skilgreiningar flokka á Græna kortinu ráða hvaða aðilar eða staðir falla í viðkomandi flokk. Aðila og staði er þó hægt að skrá þótt þeir falli einungis undir almenna flokka Grænna síðna en falla ekki undir flokka Græna kortsins. Nýskráninga er gjaldfrjáls!
Þeir sem eru á Græna kortinu geta fengið nafnspjald þess efnis til birtingar á heimasíðum sínum.
*Grænar síður™ er skrásett vörumerki Náttúran er ehf.
**Grænt kort - Ísland er framleitt af Náttúran er ehf. í samvinnu við alþjóðlega flokkunarkerfið Green Map® System.
Hafir þú spurningar eða vantar aðstoð þá sendu okkur línu á natturan@natturan.is.
Grafík, efri: Tákn fyrir Grænar síður Náttúrunnar. Neðri: Verðlisti fyrir skráningar á Grænar síður og kort Náttúrunnar. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skráning er ígildi auglýsingar“, Náttúran.is: 11. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/31/skraning-er-igildi-auglysingar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. júlí 2014
breytt: 4. ágúst 2015