Útsaumur
Að sauma út getur bæði verið skemmtilegt og krefjandi. Útsaumur hefur því miður verið á undanhaldi hér á landi og þess vegna um að gera að virkja bæði börn og fullorðna í útsaumaskap.
Efniviður: Gróft hör, kartöflupoki, strigi. Gróf nál og litríkt garn. Tússpennar.
Við byrjum á því að teikna fallega en einfalda mynd á strigann. Til dæmis er regnbogi góð og einföld byrjun. Notum svo sömu liti af garni til að sauma einfaldan saum eftir línunum. Pössum bara að þræða nálina, binda hnút á enda garnspottans og draga í gegn, athuga að draga upp réttu meginn svo hnúturinn lendi á röngunni. Þegar búið er að þræða alla myndina er verkið tilbúið. Hægt er svo að ramma það inn og er það þá orðin tilvalinn gjöf t.d. til ömmu eða afa.
Útsaumur er skemmtileg tilbreyting frá sjónvarpsglápi og tölvuleikjum á myrkum rigningardögum og er hægt að gera hvar sem er, innan sem utanhúss, í bíl, tjaldi og á ferðalagi.
Aldursmörk: 5+
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Útsaumur“, Náttúran.is: 29. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/29/utsaumur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014