Vinnu- og grillpartí í Seljagarði
Sunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís.
Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda vinnuna. Endilega komið líka með afganga af forræktuðum plöntum.
Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðasinna sem byrjaði að undirbúa uppbyggingu samfélagsrekinna sjálfbærra borgarbýli snemma árs 2014. Í sumar fékk hópurinn afnot af matjurtagörðum í Seljahverfi til að koma á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli með gróðurhúsi. Afsprengið er „Seljagarður“ en annar garður „Laugargarður“ er staðsettur í Laugardal og byggist á sömu grundvallar hugmyndum um sjálfbær borgarbýli. Verkefnin hafa farið gríðarvel af stað og báðir eru garðarnir orðnir lifandi uppspretta gleði og bjartsýni.
Lykilorðin bakvið borgarbýlin er sjálbærni, lífræn ræktun, samfélagsrekið, vistrækt (e. permaculture), gróðurhús, endurnýting, menntun, inní hverfunum, mannréttindi og heilsárs- og árstíðabundin ræktun.
Samvinna, vinátta, náttúra - Grænt Breiðholt!
Skoðið vefinn seljagardur.is til kynnast verkefninu betur.
-
Vinnu- og grillpartí í Seljagarði
- Staðsetning
- Seljagarður Jöklaseli
- Hefst
- Sunnudagur 20. júlí 2014 13:00
- Lýkur
- Sunnudagur 20. júlí 2014 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vinnu- og grillpartí í Seljagarði“, Náttúran.is: 17. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/17/vinnu-og-grillparti-i-seljagardi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. janúar 2016