Nýr eigandi að Lifandi markaði
Eins og fram hefur komið fór Lifandi markaður í þrot á dögunum (sjá grein). Verslanir Lifandi markaðar var lokað í gær en í fréttum á RÚV í dag var sagt frá því að nýr eigandi hafi tekið við rekstrinum og Lifandi markaður Borgartúni muni opna á ný á mánudag. Hinir staðirnir, þ.e. í Fákafeni og Hæðarsmára verða ekki opnaðar aftur.
Nýr eigandi Lifandi markaðar er Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir en á vef FKA má lesa um bakgrunn Þórdísar Bjarkar.
Sjá einnig grein um kaupin á Viðskiptablaðinu.
Ljósmynd: Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, nýr eigandi Lifandi markaðar.
Birt:
16. júlí 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýr eigandi að Lifandi markaði“, Náttúran.is: 16. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/16/nyr-eigandi-ad-lifandi-markadi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. júlí 2014