Plakat fyrir plöntuskiptidaginnNæstkomandi sunnudag þ. 13. júlí kl. 15:00, verður Plöntuskiptidagur í Laugargarði.

Laugargarður er staðsettur í Laugardal við hliðina á Fjölskyldugörðunum og nálægt Langholtssskóla. Laugargarður er samfélagsrekinn hverfisgarður. Garðurinn tilraun til að búa til stað fyrir borgarbúa til að vinna saman að jákvæðum samfélagslegum breytingum. Við trúum því að með því að efla samvinnu og samskipti meðal borgarbúa munum við saman skapa fallegra mannlíf.

Með plönutskiptidegi viljum við skapa vettvang fyrir fólk til að skiptast á plöntum, fræjum og fróðleik. Hvernig væri að gefa plöntunni þinni áframhaldandi líf og leyfa öðrum að njóta afleggjara þess en um leið bæta við í plöntusafnið þitt. Dagskráin byrjar klukkan 14:00 þann 13. júní og stendur yfir í einn og hálfan tíma.

Fylgist með á facebook síðu okkar; facebook.com/laugargardur
Hér má fara á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/events/594499577335720/?fref=ts


Birt:
9. júlí 2014
Uppruni:
Laugargarður
Tilvitnun:
Auður Inez Sellgren „Plöntuskiptidagur í Laugargarði“, Náttúran.is: 9. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/09/plonutskiptidagur-i-laugargardi/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júlí 2014

Skilaboð: