Gúrkan okkar fullvaxinGúrkuuppskeran okkar í ár var kannski rýr en þó ekki.

Ég sáði einu gúrkufræi þ. 1. apríl sl. sem spratt upp strax á fjórða degi með risastórum kímblöðum.

Jurtin óx svo við kjöraðstæður í borðstofuglugganum en aðeins ein gúrka komst á legg í orðsins fyllstu merkingu.

Hún er þó gríðarlega falleg og vel metin hér á heimilinu enda erum við búin að fylgjast með uppvextinum og dást að henni daglega, þessari elsku.

Uppskeran er því miklu meiri en þessi eina gúrka því hún hefur glatt fjögurra manna fjölskyldu og gesti hennar í rúma þrjá mánuði og þegar við loks uppskárum hana með sunnudagsmatnum var hún engu lík á bragðið. Lifandi lostæti!

Þetta verður maður allt að taka með í reikninginn þegar uppskeran er metin.

Gúrkan okkar tekin frá móður sinniGúrkan okkar skorin

Birt:
8. júlí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gúrkuuppskeran í ár“, Náttúran.is: 8. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/08/gurkuuppskeran-i-ar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: