[Maastricht, Hollandi, þriðjudag 1. júlí 2014] Á öðrum degi fimmta aðildarríkjafundar Árósasamningsins[1)], gerir bandalag[2] fjölmargra félagasamtaka frá Evrópu, Mið-Asíu og víðar kröfu um að hin 47 aðildarríki Árósasamningsins brúi bilið milli skjalfestra loforða og raunverulegra athafna. Andriy Andrusevych frá Úkranísku félagasamtökunum Samfélag og umhverfi sagði m.a.: „Sum ríki líta enn á aðild sína og skyldur gagnvart Árósasamningnum sem „taka þátt í og svo hunsa” (join and then ignore)“. Félagasamtökin eru staðráðin í að þau umhverfis- og mannréttindi sem felast í Árósasamningnum verði allsstaðar að veruleika.

Í stuttri yfirlýsingu félagasamtakanna um skort á samræmi við Árósasamninginn voru aðildarríki hvött til að taka betur á þeim atriðum sem eftirlitsnefnd samningsins (Compliance Committee) hefur álitið vera í ósamræmi við samninginn. Þessi yfirlýsing er til viðbótar fyrri yfirlýsingar félagasamtakanna.

Ósamræmis við Árósasamninginn sér að mati Landverndar einnig stað á Íslandi, en reynsla félagasamtaka síðan samningurinn var fullgiltur í október 2011 sýni það. Framkvæmdastjóri Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, situr aðildarríkjafund Árósasamningsins og greindi þar frá skuggaskýrslu um framkvæmd samningsins á Íslandi sem samtökin sendu frá sér í apríl sl.

Guðmundur Ingi kom á framfæri ánægju Landverndar með fullgildingu Íslands á Árósasamningnum árið 2011, en einnig var farið yfir nokkur atriði sem Landvernd telur að þurfi að lagfæra í innleiðingu samningsins á Íslandi.

Guðmundur Ingi nefndi að félagasamtök geta einungis véfengt ákveðnar ákvarðanir stjórnvalda er varða umhverfið. Landvernd telji að úrræði þurfi að ná til fleiri ákvarðana en lög gera ráð fyrir í dag. Í öðru lagi benti Guðmundur á að Ísland hefði ekki tryggt úrræði um aðgang að stjórnsýslu- og dómstólaleiðum til að véfengja aðgerðir og aðgerðaleysi af hálfu einstaklinga og opinberra yfirvalda sem ganga gegn ákvæðum landslaga um umhverfið. Gálgahraunsmálið er dæmi um slíkt mál. Þá benti Landvernd á þá staðreynd að íslenskir dómstólar hefðu ekki viðurkennt aðild félagasamtaka að dómsmálum er varða umhverfið, og er þar vísað til Gálgahraunsmálsins. Hér er einnig bent á að gerð var grein fyrir skýrslu Landverndar í samantektarskýrslu skrifstofu Árósasamningsins um framfylgd hans 2011-2014.

Fjörutíuogsjö ríki hafa fullgilt Árósasamninginn, þ.m.t. Ísland. Mikil þörf er á áframhaldandi þrýstingi frá almenningi og félagasamtökum til að tryggja að samningurinn skipti raunverulega máli varðandi aðkomu almennings að umhverfismálum. Félagasamtökin munu áfram halda þeim þrýstingi á lofti í Maastricht.

Frekari upplýsingar veita:
Mara Silina, Aarhus Programme coordinator @ EEB & European ECO Forum 0032(0)472505031 mara.silina@eeb.org
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, + 354 863 1177.
Sjá einnig: vefsíðu European Environmental Bureau og vefsíðu Landverndar.

[1] Árósarsamningur var undirritaður 25. júní 1998 en fullgiltur af Íslands hálfu í október 2011. Hann veitir mikilvæg og víðtæk réttindi á sviði umhverfismála. Samningnum er ætlað að tryggja aðkomu almennra borgara og samtaka þeirra að ákvörðunum er hafa áhrif á umhverfið. Jafnframt á hann að tryggja víðtækan aðgang almennings að gögnum um hvers komar umhverfismál. Loks er samningnum ætlað að tryggja rétt til að fá ákvarðanir endurskoðaðar fyrir dómstólum og eftir atvikum með stjórnsýslukærum. Umhverfisverdarsmtökum er ætlað stórt hlutverk í framfylgd þessara réttinda.

[2] Bandalagið, The European ECO Forum, er samstarfsvettvangur yfir 200 félagasamtök sem vinna saman að fjölmörgum umhverfismálum á alþjóðlegum vettvangi, t.d. Árósasamningnum.

Ljósmynd: Grænir fánar í Gálgahrauni haustið 2013, ljósm. af vef Hraunavina.

Birt:
1. júlí 2014
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson „Frá Árhúsum til Maastricht: Erfiðleikar í framfylgd Árósasamningsins“, Náttúran.is: 1. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/07/01/fra-arhusum-til-maastricht-erfidleikar-i-framfylgd/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: