Ungar tómatplöntur í forræktun, hægt er að nota alls kyns ílát undir pottana og sem potta. Ljósm. Paulo Bessa.Ef þú ert búsett/ur í íbúð í bæ eða borg og heldur að þú getir ekki ræktað eigin mat þá hefur þú rangt fyrir þér!

Það er mjög einfalt að rækta grænmeti þó að þú hafir engann garð til umráða ef þú ert með smápall eða svalir, jafnvel bara gluggasillu.

Tómatplöntur er einfalt að rækta í ílátum innivið. Finndu pott eða annað ílát sem er a.m.k. 30 sm breytt og 30 sm djúpt. Fylltu það af góðri gróðurmold, helst moltu og gróðurmold í bland. Tómatplöntur þurfa að vera á sólríkum stað innandyra. Þær þurfa líka mikla vökvun, allavega annan hvorn dag. Hafðu aðeins eina plöntu í hverjum pooti. Til að rækta fallegar plöntur þarf að gefa þeim moltuvökva, þang eða fiskivatn, einu sinni í viku.

Salatplöntur er einfalt að rækta í breyðum grunnum ílátum. Salathöfuð, rucula-, pak choy- og mustard salöt eru hentugar tegundir. Þú getur meira að segja ræktað gulrætur innandyra, í ílátum sem eru a.m.k. 30 sm djúp. Fylltu þau með góðri moltu blandaðri sandi. Reyndar vaxa þær betur úti svo ef þú ert með sólríkar svalir eða pall væri það betri kostur.

Viltu prufa að rækta kartöflur innandyra? Ræktaðu þær í stórum íláti, t.d. eins og þvottabala eða fötu, ca. 45 x 45 sm. Fylltu af góðri mold og stingdu kartöflunum niður. Þær þurfa ekki mikla vökvun. Þó að hægt sé að rækta þær inni ef birtan er næg er ennþá betra að þær séu úti á svölum eða palli.

 

Birt:
12. júní 2015
Höfundur:
Paulo Bessa
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Paulo Bessa „Bæjarbúar – Ræktum grænmeti í kössum“, Náttúran.is: 12. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2014/07/01/baejarbuar-raektum-graenmeti-i-kossum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. júlí 2014
breytt: 12. júní 2015

Skilaboð: