Tómatplöntur þurfa að hafa stöðugar vatnsbirgðir upp á að hlaupa. Þegar tómatplöntur eru ræktaðar í pottum í gluggum þarf undirskálin alltaf að vera hálffull af vatni. Með því að hafa steina eða vikur í botni pottsins er tómatplantan með stöðugan aðgang að vatni án þess að beinlínis liggja ofan í því.

Við vökvun tómatplantna sem ræktaðar eru útivið eða í gróðurhúsum mælir Náttúran með aðferð sem víða er notuð, t.d. í Belgíu þar sem þessi ljósmynd var tekin.

Botninn er skorinn úr tómri tveggja lítra gosflösku, henni hvolft og stútnum stungið niður rétt við tómatplöntuna. Vatni er síðan hellt í flöskuna og það síjast síðan ofan í jarðveginn eftir því sem plöntunni þyrstir.

Með þessari aðferð er auðvelt að sjá hve mikið vatn er í „vatnsgeymnum“ á hverjum tíma og hægt að skreppa frá í nokkra daga ef svo ber undir án þess að eiga á hættu að tómatplantan deyi drottni sínum.

Auk þess sem við endurnýtum plastflöskur og ljáum þeim nýtt hlutverk og spörum í leiðinni annars aðkeypt efni.

Ljósmynd: Sívökvun tómatplöntu í Belgíu, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
12. maí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Einföld sívökvun tómatplantna“, Náttúran.is: 12. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2014/06/26/einfold-sivokvun-tomatplantna/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2014
breytt: 12. maí 2015

Skilaboð: