Luiza Klaudia Lárusdóttir er margfróð um næringu og heilsu og eldklár í eldhúsinu en Náttúran birtir myndbönd sem hún tekur sjálf.

Myndböndin birtast hér á síðunni í Grænvarpinu og greinar í Vistvæn húsráð og Vistrækt eftir eðli þeirra og innihaldi.

En leyfum Luizu að kynna sig sjálfa:

Ég heiti Luiza og er frá Póllandi. Ég hef búið á Íslandi undanfarin ár því ég hef tekið ákvörðun um að vera nálægt náttúrunni.

Áhugamál mín eru hollur matur og að rækta eigin mat og tína villtar jurtir til matar. Mér finnst gaman að útbúa vetrarforða, sulta, súrsa og sjóða niður og nota aðferðir við það sem ég lærði m.a. af ömmu minni.

Mér finnst líka gaman að elda, prjóna og veiða fisk. 

Ég á enn erfitt með íslenskuna en ég reyni að læra eitthvað á hverjum degi.

Ljósmynd: Luiza að gera gulróta-, epla- og appelsínusafa.

 

Tengd myndbönd:

Luiza – „hægur“ gulróta-, epla- og appelsínusafa
Luiza – að sjóða súrur niður til vetrarins
Luiza – að baka súrdeigsbrauð
Luiza – ársgamlar niðursuðukrukkur


Birt:
26. júní 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Luiza Lárusdóttir „Luiza – eldklár í eldhúsinu“, Náttúran.is: 26. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/25/husrad-luizu/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2014
breytt: 30. september 2014

Skilaboð: