Skemmtilegur leikur til að spila í bílnum á ferðalagi.

Markmið: Leikurinn á að auka umhverfisvitund barna. Oftar en ekki sitja börn og horfa á bíómynd eða spila tölvuleiki í bíl og fylgjast ekki með umhverfi sínu. Börnin njóta ferðalagsins enn frekar ef þau taka þátt í að upplifa umhverfi sitt.

Efniviður: Blöð og blýantar/pennar. Eitt sett fyrir hvern spilara.

Foreldri eða einhver fullorðin setur saman lista af hlutum sem mögulegt er að sjá á ferðalagi. Tveir eða fleiri þurfa að spila.

Markmið leiksins er svo að fylgjast með umhverfinu og strika út hluti af listanum. Sá sem er fyrstur til að finna alla hluti á sínum lista, kallar bingó og vinnur.

Dæmi um lista: Kýr, traktor, tjald, malarvegur, lækur, grenitré.

Birt:
25. júní 2014
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Náttúrubingó 1“, Náttúran.is: 25. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/25/natturubingo/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: