Stafróf náttúrunnar
Þennan leik er skemmtilegt að leika með hópi barna. Best er að leika þennan leik í stórum garði, fjörunni, sveitinni eða skóglendi.
Markmið: Að auka umhverfis- og náttúruvitund barna og auka orðaforða.
Efniviður: Blað og blýantur
Hvert barn velur sér, dregur eða er úthlutað stöfum úr stafrófinu. Börnin eiga svo að finna í náttúrunni eða umhverfinu einn hlut fyrir hvern staf.
Hægt er að skipta stórum hópum í lið. Þá notar hvert lið allt stafrófið og reynir að finna hluti fyrir hvern staf. Það lið sem hefur fleiri hluti fyrir hvern staf eftir ákveðinn tíma vinnur.
Birt:
25. júní 2014
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Stafróf náttúrunnar“, Náttúran.is: 25. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/25/stafrof-natturunnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014